Færsluflokkur: Bloggar
3.9.2008 | 11:34
Skagafjörður með nýtt á nálinni.
Nappaði þessu af bloggi hjá vinkonu minni .....bara stóðst ekki mátið.
Velkomin í Skagafjörð
á ísbjarnaslóðir
Hvernig væri að skella sér í Skagafjörð í sumar.
Þar eru ævintýri og afþreying á hverju strái.
Viltu sjá ísbjörn, elta ísbjörn eða borða ísbjörn.
Endalausir möguleikar sem bjóða upp á gríðarlegt adrenalínkikk.
Skagafjörður er staðurinn þar sem hlutirnir gerast aftur og aftur.
Ratleikur við Hraun á Skaga alla fimmtudaga, 18 ára aldurstakmark.
Spennandi berjaferðir á Þverárfjalli fyrir alla fjölskylduna á þriðjudögum.
Ný skotsvæði Skotfélagsins Ósmanns á Þverárfjalli og á Skaga opnuð.
Ævintýralegar flugferðirí leyfisleysi þar sem bjarndýra er leitað í lágflugi.
Tveggja daga skotnámskeið hjá skyttum norðursins.
Uppstoppuð bjarndýr eru til sýnis í sundlaugum, skólum, leikskólum og á öllum veitingastöðum í Skagafirði.
Sögustundir hjá Náttúrustofu Norðurlands Vestra alla morgna frá
kl. 10-12 um ísbirni og hegðun þeirra.
Umhverfisráðherra mætir á einkaflugvél staðinn um leið og ísbjörn birtist.
Icelandair býður upp á ódýrt flug frá Kaupmannahöfn í tengslum við bjarndýrafundi.
Varðskip til sýnis í Sauðárkrókshöfn alla daga frá 09-17
Stórkostlegur dýragarður opnaður á Skaganum í samvinnu við Dönsk yfirvöld, fjöldi villtra dýra er á svæðinu.
Leiðsögn um dýragarðinn fæst hjá lögreglunni á Sauðárkróki.
Ís á tilboði í öllum helstu verslunum á svæðinu.
Skíðasvæði Tindastóls er í hjarta bjarndýrasæðisins og því spennandi kostur fyrir skíðafólk.
Frábærar hópeflisferðir fyrir fyrirtæki á Höfuðborgarsvæðinu.
Girnilegar bjarndýrasteikur á veitingahúsunum.
Danskur Bjarnarbjór á tilboðsverði.
Daglegir fyrirlestrar frá frægu fólki í 101 um hvernig eigi að fanga ísbirni.
Þyrla landhelgisgæslunnar sveimar yfir og upplýsir fjölmiðla og ferðamenn um ástand stofnsins.
Læknar verða staðsettir víða um Skagafjörð og mæla blóðþrýsting ferðamanna.
Skotheld vesti og ýmiss veiðibúnaður er seldur í Skagfirðingabúð.
Rammgerð rimlabúr og músagildrur seldar í Kaupfélagsins.
Skagafjörður - iðandi af lífi og dauða.
Nýr og spennandi möguleiki í ferðaþjónustu.
Mér fannst þetta doltið skondið sko... hehehe...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.9.2008 | 10:28
Fyrsti skóladagurinn
Æææjjj hvað maður var eitthvað ekki alveg með búinn að fatta þetta með að skólinn væri byrjaður og ekkert komið í stand. Sendi þann stóra í skólann án sundfata og steingleymdi að setja inniskóna í töskuna en só what það er skóli aftur á morgun og ég kom sundfötunum á póstinn bara (út í skóla) .......sniðug.
Annars var þetta nú bara í lagi svona fyrsta daginn.
Ja nema.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
30.8.2008 | 14:24
Þið spurjið og ég svara þá bara.
Spurt er:
Ertu á fésbókinni ?
Svar:
Já ég er það.
Er nú ekki vön að blaðra mikið um mitt prívat en nú er ég máluð út í horn svo að þið sem viljið Fésast við mig þá sendið mér bara prívat póst (pp) og ég veiti ykkur upplýsingar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
28.8.2008 | 11:59
Klukk á mig
Ég var víst klukkuð af Guðrúnu Önnu bloggvinkonu.........
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina
- Þjóðgarðurinn Þingvöllum
- Pósturinn
- Hagkaup
- Veitingaskálinn Brú
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á
- Titanic
- Dalalíf
- Forest Gump
- Stella í orlofi
Fjórir staðir sem ég hef búið á
- Reykjavík
- Mosfellsbær
- Kjalarnes
- Hrútafjörður
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar
- So you thinck you can daince
- Grace Amatony
- Ameican Idol
- Amacing race
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum
- Þýskaland
- Hringinn um Ísland
- Heimaslóðir
- Vinir á Íslandi
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg
- Fiskaspjall.is
- Visir.is
- Facebook.com
- Barnaland.is
Fernt sem ég held uppá matarkynnis
- Grillað lambakjöt
- Kjúklingur margskonar
- Pasta í geggjaðri ostarjómasósu og gúmmulaði
- Sjávarréttasúpan mín (illa matarmikil)
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft
- Fjárbókin
- Prjónablöðin mín
- Gestgjafinn
- Les ekki bækur oftar en 1x
Fjórir bloggarar sem ég klukka
Bloggar | Breytt 31.8.2008 kl. 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.8.2008 | 14:18
Þar sem það er svo hollt að hlæja.......
Menntaskólakennari hafði nýlokið við að útskýra ritgerðarefni fyrir nemendum sínum. Allir ættu að skila á réttum tíma, og engar afsakanir væru teknar gildar. Mesti gæinn í bekknum rétti upp höndina og spurði:En hvað ef maður er gjörsamlega búinn eftir geggjað kynlíf? Kennarinn leit ekki einu sinni upp og svaraði:
Ég býst við að þú þurfir þá bara að læra að skrifa með hinni hendinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
24.8.2008 | 18:48
Hvern dreymir ekki um svona Sunnudag?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
21.8.2008 | 23:31
Kannski ....
Þesssi saga heitir kannski ....
Kannski verðum við að hitta ranga fólkið áður en við hittum rétta fólkið, svo að við kunnum að vera þakklát þegar við hittum loksins þann sem hentar okkur.
Kannski opnast dyr hamingjunnar á einum stað um leið og þær lokast á öðrum, en oft störum við svo lengi á lokuðu dyrnar að við sjáum ekki hinar sem hafa opnast.
Kannski er bestu vinurinn sá sem þú getur rólað þér með á veröndinni án þess að segja orð og síðan gengið í burtu og liðið eins og þú hafir átt eitt besta samtal ævi þinnar.
Kannski er satt að við vitum ekki hvað við höfum átt þangað til að við missum það, en það er líka satt að við vitum oft ekki hvers við höfum saknað fyrr en við öðlumst það. Það eitt að gefa einhverjum alla okkar ást tryggir ekki að viðkomandi elski okkur á móti. Ekki búast við ást í skiptum fyrir ást; bíddu þangað til ástin vex í hjörtum annarra og ef það gerist ekki, skaltu þakka fyrir að ástin hafi vaxið og dafnað í þínu hjarta.
Kannski tekur það einungis mínútu að brjóta einhvern niður, klukkutíma að láta sér líka við einhvern og einn dag að verða ástfanginn af einhverjum, en það getur tekið lífstíð að gleyma einhverjum.
Kannski ættir þú að reyna að ná í einhvern sem fær þig til að brosa, vegna þess að eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt. Ekki fara eftir útliti, það getur blekkt. Ekki fara eftir auðævum, þau geta horfið. Finndu einhvern sem fær hjarta þitt til að brosa.
Þegar þú fæddist varstu grátandi og allir í kringum þig voru brosandi.
Lifðu þannig að þegar þú deyrð verðir þú brosandi og allir í kringum þig grátandi.
Það er mikið til í þessari sögu.
Skjáumstum sæta fólk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)