Færsluflokkur: Bloggar

Mikið erum við Íslendingar skrítnir.

+15°C
Fólkið á Spáni notar kuldaúlpur og þykka vettlinga.

Íslendingar liggja í sólbaði.

+10°C
Frakkar reyna af vanmætti að fá kyndinguna í gang.

Íslendingar planta blómum í garðana sína.

+5°C
Bílar á Ítalíu neita að fara í gang.

Íslendingar fara að gamni sínu í bíltúr á Saab druslunni.

0°C
Eimað vatn frýs.

Vatnið í Hvítá verður aðeins þykkra.

-5°C
Fólkið í Californíu frýs næstum til dauða.

Íslendingarnir grilla í síðasta sinn áður en veturinn skellur á.

-10°C
Bretar byrja að kynda húsin sín.

Íslendingar byrja að nota langerma boli.


-20°C
Götusalar byrja að flýja frá Mallorca.

Íslendingar enda miðsumarshátíðina. Haustið er gengið í garð!


-30°C
Grikkir deyja úr kulda og hverfa af yfirborði jarðar.

Íslendingar hætta að þurrka þvott úti.


-40°C
París byrjar að gefa eftir kuldanum.

Íslendingar standa í biðröð við pylsuvagnana.


-50°C
Ísbirnirnir byrja að flykkjast burt frá Norðurpólnum.

Íslenska landhelgisgæslan frestar björgunaræfingum, í von eftir alvöru
vetrarveðri.


-60°C
Mývatn frýs.

Íslendingar leigja sér spólu og halda sig inni við.


-70°C
Jólasveinninn heldur í suðurátt.

Íslendingarnir verða pirraðir því þeir geta ekki geymt brennivínið sitt úti.
Íslenska landhelgisgæslan setur í gang björgunaræfingar.


-183°C
Örverur í mat lifa ekki af.

Íslenskar kýr kvarta yfir handköldum bændum.


-273°C
Öll atóm staðnæmast vegna kulda!

Íslendingar byrja að tala um að það sé kalt úti.


-300°C
Helvíti frýs!

fraus á leiðinni


Björn......!

Í þessu lífi er ég kona.

Í næsta lífi vil ég verða skógarbjörn.Ef þú ert björn færðu að leggjast í dvala, þú gerir ekkert annað en að sofa í sex mánuði.Ég gæti lifað með því.

Áður en þú leggst í dvala áttu að troða þig út af mat þangað til þú stendur á gati.
Ég gæti líka lifað með því

Ef þú ert kvenkynsbjörn þá fæðirðu ungana þína (sem eru á stærð við hnetur) á meðan þú sefur og þegar þú vaknar ertu komin með stálpuð sjálfbjarga bangsakrútt.
Ég gæti sko alveg lifað með því

Ef þú ert bjarnarmamma þá vita allir að þér er alvara.
Þú abbast upp á þá sem abbast upp á ungana þína og ef ungarnir þínir eru eitthvað óþægir, þá abbastu upp á þá líka.
Ég gæti lifað með þessu

Ef þú ert birna þá BÝST maki þinn við því að þú vaknir urrandi og hann REIKNAR MEÐ því að þú sért loðin á leggjunum og með hátt hlutfall líkamsfitu.

Jebb, ég ætla að verða skógarbjörn!!!

Svo er bara að muna að óska eftir að vera ekki hvítur björn og að álpast alls ekki til Íslands ;)

Lengjum lifið meira


Ljúfust

Já þessi elska var hér fyrir utan gariðinn í fyrradag og veitti ég því athyggli að bræðurnir voru að rífast þar sem að litli stubburinn orgaði og grenjaði. Nú svo það var ekki komist hjá því að kíkja út til að athuga hvað gengi á. Og þetta var í gangi.

DSC03007
Litli Maðurinn var í vetlingum svo að það festist ull við hann og framaní honum og allt í volli. Nú svo var rifist um hvor ætti að klappa henni.

DSC03014
Nú þegar búið var að ná ullinn af litla manninum þá lék allt í lyndi og var knúsast í dágóða stund þarna úti.

Nú svo þegar Ljúfust hafði fengið nóg þá kallaði hún á börnin sín og gaf þeim að súpa.
Strákarnir fóru út í fjárhús en.... sá Stóri hljóp á undan litla Manninum svo hann fór að grenja og viti menn Ljúfust jarmaði og hljóp af stað á eftir þeim. Jamm til að hugga litla manninn sinn....

 

Nú á seinni myndinni sjáið þið vel hvar ég bý.

BF

blómogsól


Hláturinn lengir lífið


Hika er sama og að tapa

Þetta fær mann svo sannalega til að hugsa og pæla.


Gríptu tækifærið.


Vinur minn opnaði undirfataskúffu konu sinnar og tók upp gjafapakka vafinn inní silkipappír:
"þetta er engin venjulegur pakki." Hann opnaði pakkann og starði á bæði pappírinn og undirfötin sem í honum voru.
Ég gaf henni þetta þegar við fórum til New York í fyrsta sinn fyrir 8eða 9 árum síðan.
Hún hefur aldrei farið í þetta. Var að spara það fram að sérstakri stund. Eða.... ég held hún hafi verið að spara það." Hann færði sig nær rúminu og setti pakkann hjá hinum fötunum sem hann ætlaði að taka með á jarðarfarastofuna, konan hans var nýlátin.
Hann snéri sér að mér og sagði: "það á aldrei að geyma eitthvað til þess að nota það á sérstakri stund. Hver dagur er sérstök stund." Ég held enn að þessi orð hafi breytt lífi mínu. Núna les ég meira og þríf minna. Ég sit í garðinum án þess að hafa áhyggjur af neinu. Ég eyði meiri tíma með fjölskyldunni og minni tíma í vinnunni. Ég skildi það þarna að lífið á að vera uppspretta reynslu sem maður á að njóta en ekki aðeins að þrauka í gegnum. Ég geymi ekki neitt lengur, ég nota kristalsglös á hverjum degi. Ég fer í nýju fötunum mínum í búðina ef mig langar til þess. Ég geymi ekki uppáhalds ilmvatnið mitt fyrir sérstök tækifæri. Ég nota það hvenær sem mig langar til. Orðin "einhverntímann" og "einhverndaginn" eru að hverfa burt úr orðaforða mínum. Ef það er þess virði að sjá, hlusta eða gera, þá vil ég sjá, hlusta og gera það núna. Ég veit ekki hvað eiginkona vinar míns hefði gert ef hún hefði vitað að hún yrði ekki með okkur morguninn eftir, það getur engin vitað.Ég held að hún hefði hóað í fjölskyldu sína og nánustu vini. Hún gæti jafnvel hafað kallað á gamla vini til að koma sátt á fornar deilur. Ég vil líka gjarnan trúa því að hún hefði farið út að borða á kínverskan veitingastað, sem var hennar uppáhald. Það eru þessir litlu hlutir sem ég myndi sjá eftir að hafa ekki gert, ef ég vissi að minn tími væri kominn. Ég myndi sjá eftir því að hafa ekki gert þetta vegna þess að ég mun aldrei framar sjá vini mína, og bréf.....bréf sem ég ætlaði alltaf að skrifa....."einhverntímann." Ég myndi sjá eftir því og vera sorgmædd vegna þess að ég sagði hvorki systkinum mínum né börnum nógu oft hversu mjög mér þætti vænt um þau. Núna reyni ég hvorki að fresta, tefja eða geyma nokkuð sem gæti fært gleði og hlátur inní líf okkar. Og á hverjum morgni segi ég við sjálfa mig þetta er minn sérstakur dagur. Hver dagur, hver stund, hver mínúta er sérstök. Ef þú færð þetta bréf þá er það vegna þess að einhverjum þykir vænt um þig og vegna þess, sennilega, að þarna úti er einhver sem þér þykir líka vænt um. Ef þú ert of upptekin til að senda þetta til annarra og segir við sjálfa þig að þú munir "senda þetta við tækifæri" mundu að "einhverndaginn" er langt í burtu......eða kemur kannski aldrei.......

 Það er svo mikið til í þessari sögu og maður ætti að taka hana alvarlega og pæla í henni. Ég pældi töluvert í henni og það má segja að ég lifi fyrir daginn í dag eins og alkarnir gera, þó ég sé engin alki.
Þú lifðir daginn í gær og hann tilheyrir fortíðinni þar sem hann er liðinn. Þú átt daginn í dag og farðu vel með hann og gerðu það sem þig langar. Þú átt ekki daginn á morgun því hann er ekki kominn og tilheyrir framtíðinni, og veist ekkert hvort hann kemur.
Ég þarf svo sem ekkert að bollaleggja þetta meir.
Njótið lífsins á meðan þið getið það. Því það getur verið of seint á morgun.
Skjáumstum sæta fólk.


Eruð þið ekki að grínast ?

 OMG

      Já vangaveltur um það hvað menn beri undir skotapilsinu eru hér eftir óþarfar.

Því sannleikurinn er komin í ljós.

 

Takið sérstaklega eftir náunganum vinstra megin við Elísabetu bretadrottningu.










Já það er eins og flestir vissu eða grunuðu, en það fer allavega ekki á milli mála núna hvernig ástandið er þarna undir.
Skjáumstum sæta fólk.


Annað merfolald

Glóstelpa

Móálótt hestastelpa.

litla Blesa

Litla blesa stækkar og dafnar.

bjarki bleika skvís

Frændi fékk bleika hestastelpu.

bjarka strákur

Og frændi fékk líka hestastrák.


Viðskiptavit!

Bóndi keypti nýjan Mercedes af E-gerðinni hjá umboðinu.
Verðið á aukabúnaðinum fór í taugarnar á honum. Fannst að fleira mætti vera innifalið sem staðalbúnaður.

Skömmu síðar kaupir forstjóri umboðsins hross hjá sama bónda, vegna frístunda-búskapar frúarinnar.

Bóndinn skrifar svohljóðandi reikning:


Reikningur:
1 hestur (staðalútfærsla)                 grunnverð  kr  240.000


Tvílitur (rauður/grár) extra                              kr    43.000


Leðuráklæði                                                  kr    38.000


Hlífðarhár vegna vetrarkulda                            kr      3.000


Sjálfskipting 4 gangstig          80.000 hvert        kr  320.000


Matic sítengt aldrif                                         kr  117.000


Hemlalæsivörn með spólvörn                             kr    61.000


Flugnafæla, semi automatic                              kr      4.000


Augu (fram) HALOGEN m. Augnlokum                  kr      6.000


Vistvænt útblásturskerfi ( catalyst )                   kr       innif.


Fjölbrennslukerfi (Multiple fuel use possibility)       kr    63.000


Kostnaður vegna breytinga:
Aðlögun stjórntölvu (Tamning + gelding)              kr   188.000


Vetrar-/Torfæruhófar (+ negling og ásetning )      kr     14.000


INNLAGT:  Hreðjar ( 2 eistu)                             kr    -  2.000


Samtals fyrir hestinn útbúinn skv. pöntun            kr 1.095.000


eyrnaslapi hlæja


Salat með....

Kartöflusalat.

2 kg soðnar og skrældar kartöflur

2 dl. majónes

1 dós sýrður rjómi

2 msk. safi af súrsuðum gúrkum

4 tsk. dijonsinnep (má vera annað)

1/2 tsk. sykur

3 soðin egg (má vera meira )

1 stk. rauðlaukur saxaður smátt (má vera venjulegur)

2 stilkar sellerí saxað

2 msk. súrar gúrkur saxaðar

smá pipar (nýmalaður)

                                                                            

Brytjið kartöflurnar í teninga (magn eftir smekk og þörf).Hrærið saman majónesi og sýrðum rjóma. Bætið sinnepi, safa af gúrkum, sykri og pipar samanvið. Laukur, sellerí og súrar gúrkur því næst settar útí. Svo kartöflur og grófbrytjuð eggin sett útí og blandað varlega saman. Saltið ef vill. Gott er að að gera salatið nokkru áður en snætt er allt að 8 tímum. Geymið í kæli en ágætt er að leyfa því standa aðeins í stofuhita áður en boriðer fram. Ef eitthvað er ekki til er ekki málið að breyta eða sleppa einhverju. Ég nota t.d. oft epli í stað sellerís. Og SS sinnep eða Franskt Sætt sinnep í stað dijon þar sem ég kaupi aldrei dijon hehe.....

kokkur

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband