Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Út og suður - Norður og niður

Þá er maður kominn heim (hjúkket) og hættur þessum þvælingi að sinni. En heilsan hélt í bæjarferðinni (sem betur fer) og var maður vel lúinn eftir þessa törn með þessi börn.

Nú föstudagurinn fór í slökun (enda ekki vanþörf á) Laugardagur fór í afmælisferð en ein gömul frænka bauð í kaffi og ekki svo oft sem að maður hittir þetta fólk. Sunnudagur var brunað á Akureyri í heimsókn til dóttur mannsins. En það er búið að standa til lengi að kíkja til hennar en aldrei tími.

Merkilegt hvað maður þolir hehe..... já að maður skuli hafa haldið geðinu í lagi miðað við hvernig þessi börn eru úfff...... En þessa dagana er gersamlega verið að klára  það litla sem eftir er. Já það er sko reynt á þolrifin í manni. Enda ekki nema von að orkan sé að drepa gaurana. Búnir að vera í bíl og þurfa að sitja á sér í marga daga. Verst að það er svo kalt að maður getur ekki sett þá bara í stuttbuxur og bol og hent þeim út og látið þá losa orkuna við leik og hlaup. Já hér er "bara" kalt og endalaust rok. Kallast gott að ná uppí 13°C í skugganum. En það gerist ekki oft þessa dagana. Birrr.........

DSC03068

Strákarnir mínir og frænka litla í bátsferð.

Jæja best að halda áfram að þvo þvottinn eftir allt þetta flakk.

butterfly021


Bæjarferð.

Jæja nú stendur til að skreppa suður og heimsækjast og flandra soldið um. Já kíkja í búðir og bögga einhverja sem þola bögg. Sníkja kaffi einhverstaðar þar sem kaffi er til. Glenna sig og sjá aðra. Tapa geðheilsunni á því að hafa slæruliðana alla með í Krimmaborg. Týna einhverjum í einhverju Mollinu eða Magasíninu.  Fara í bátsferð á vatninu fagra stóra.  Koma heim að 3 dögum liðnum á lyfjum við skæruliðavírus og verslunaæði.
Vona að þið kæru bloggfélagar og flækingar ef einhverjir eru eftir sem nenna að lesa hér lifið það af fá ekki neinar aulafréttir né Gullmola í nokkra daga.
Knús og klemm og skjáumst síðar.

butterfly041

Gullmoli

01AwcAX1XlQW0AAAABAAAAAAAAAAA_

 

Eigið góða og notalega helgi og farið varlega.


Ég á maissjúklinga.

DSC03034

Litla skvísan er svo að það er bannað að hjálpa henni við að borða.

jónas maiskall

Vel kámugur maiskall.

heart_104


Ef karlrembur réðu heiminum.

1. Það yrði margfalt auðveldara fyrir pör að hætta saman.. mar myndi klappa henni á rassinn og segja "gangi þér betur næst"...

2. Ófrjósemispillur myndu fylgja með bjórkippum

3. Valentínusardagurinn yrði færður til 29. Febrúar.

4. Ruslið færi með sig sjálft út.

5. Verzlunarmannahelgin yrði 4 sinnum á ári.

6. Fólkið sem sér um þáttinn "milli himins og jarðar" yrði allt bundið aftaní steypubíl og keyrt framaf bryggju í beinni útsendingu í ríkissjónvarpinu

7. Einu þættirnir aðrir en "Ensku mörkin" yrðu "Ensku mörkin - frá öðru sjónarhorni"

8. Í staðinn fyrir bjórbvömb fengir þú bjórvöðva

9. Það yrði ekkert mál að leigja sér skriðdreka.

10. Kvenfólk yrði alltaf nakið þegar það kæmi fram í sjónvarpi

11. Þegar löggan myndi stoppa þig til að sekta þig þá yrði það svona.. Lögga: Veistu hversu hratt þú keyrðir? Þú: Úff... það eina sem ég veit að ég sullaði bjórnum mínum útum allt. Lögga: Góður! 75% afsláttur fyrir þig!

12. Allir karlmenn fengu 4 sjénsa áður enn þeir yrðu dæmdir í fangelsi fyrir nokkurn hlut.

13. Það myndi sjálfvirkt slitna sambandið í símum eftir 30 sekúndur.

14. Allir vinningshafar í öllu myndu fá að drepa og éta alla keppinautana sem töpuðu!

15. Það yrði fullkomlega löglegt að stela sportbílum ef þú bara skilar þeim fullum af bensíni daginn eftir

16. Ef kærastan þín þyrfti virkilega að tala við þig á meðan það er leikur í sjónvarpinu, þá myndi birtast lítil mynd af henni neðst í horninu á sjónvarpinu í hálfleik.

17. Að kinka kolli og líta á úrið myndi gilda sama og að segja "ég elska þig"

Sjitt! Ég vona að þeir nái aldrei yfirráðum!!!

animals_36


Hundar og kettir.

Hundar og kettir - Menn og konur

Hvað er köttur?

  1. Kettir gera það sem þeir vilja.
  2. Þeir hlusta aldrei á þig.
  3. Þeir eru óútreiknanlegir.
  4. Þegar þú vilt leika, þá vilja þeir vera einir.
  5. Þegar þú vilt vera einn, þá langar þá að leika.
  6. Þeir ætlast til að þú bregðist við í hvert skipti sem þeir væla.
  7. Þeir eru geðvondir.
  8. Þeir skilja eftir hár alls staðar.

    Niðurstaða: Þeir eru litlar konur í loðnum búk.

Hvað er hundur?

  1. Hundar flatmaga alltaf í þægilegasta stólnum í húsinu.
  2. Þeir heyra þegar nammipoki er opnaður langt í burtu, en heyra ekki í þér, þó að þú sért í sama herbergi.
  3. Þeir geta litið heimskulega og elskulega út á sama tíma.
  4. Þeir væla þegar þeir eru óánægðir.
  5. Þegar þú vilt leika, þá vilja þeir leika.
  6. Þegar þú vilt vera ein, þá vilja þeir leika.
  7. Þeir skilja dótið sitt eftir alls staðar.
  8. Þeir gera ógeðslega hluti með munninum og reyna síðan að kyssa þig.
  9. Þeir vaða beint í klofið á þér þegar þeir hitta þig.

    Niðurstaða: Þeir eru litlir karlmenn í loðnum búk.
  10. hundatjalfun


Nokkrar fyndnar staðreyndir

Konur yfir fimmtugt, eignast ekki börn. Þær mundu aldrei muna hvar þær lögðu þau frá sér.
Ein ráðgátna lífsins er hvernig 750 gr af konfekti verða 2 kg af konu. Ég læt hugann reika... en stundum yfirgefur hann mig
Besta leiðin til þess að gleyma öllum vandræðum, er að ganga í of þröngum skóm.
Hið góða við að búa í litlum bæ, er að þegar ég veit ekkert hvað ég er að gera, veit einhver annar það.
Með aldrinum verður erfiðara að léttast. Árin, líkaminn og fitan bindast vináttuböndum.
Ég var einmitt að sættast við gærdaginn, en þá kom þessi dagur
Stundum finnst mér ég skilja allt, en svo kemst ég aftur til meðvitundar.
Ég hætti að skokka mér til heilsubótar þegar hitinn af læranúningnum kveikti í sokkabuxunum.
Undarlegt! Ég hengi eitthvað upp í skáp og eftir smátíma hefur það hlaupið um tvö númer!
Horrenglur pirra mig! Sérstaklega þegar þær láta út úr sér hluti eins og: "Veistu, stundum bara gleymi ég að borða." Sko, mér hefur tekist að gleyma hvar ég á heima, hvar ég lagði bílnum, hvers dóttir mamma er og hvar ég setti lyklana, En ég hef aldrei gleymt að borða. Hvílík heimska: að gleyma að borða!
Vinkona mín tók feil á Pillunni sinni og valíuminu sínu. Hún á orðið 14 börn, en henni er eiginlega alveg sama.
Vandi sumra kvenna er að þær æsast upp útaf einhverju ómerkilegu og giftast því svo.
Það stóð í grein að dæmigerð einkenni streitu væru: að borða of mikið, kaupa það allt sem manni dettur í hug og að aka of hratt. Er ekki í lagi með þetta lið? Þetta er það sem gefur lífi mínu gildi.
Ég hef komist að leyndarmáli fatanna frá Victoria's Secret. Leyndarmálið er að engin eldri en þrítug passar í þau.
kynjamunurinn


Mikið erum við Íslendingar skrítnir.

+15°C
Fólkið á Spáni notar kuldaúlpur og þykka vettlinga.

Íslendingar liggja í sólbaði.

+10°C
Frakkar reyna af vanmætti að fá kyndinguna í gang.

Íslendingar planta blómum í garðana sína.

+5°C
Bílar á Ítalíu neita að fara í gang.

Íslendingar fara að gamni sínu í bíltúr á Saab druslunni.

0°C
Eimað vatn frýs.

Vatnið í Hvítá verður aðeins þykkra.

-5°C
Fólkið í Californíu frýs næstum til dauða.

Íslendingarnir grilla í síðasta sinn áður en veturinn skellur á.

-10°C
Bretar byrja að kynda húsin sín.

Íslendingar byrja að nota langerma boli.


-20°C
Götusalar byrja að flýja frá Mallorca.

Íslendingar enda miðsumarshátíðina. Haustið er gengið í garð!


-30°C
Grikkir deyja úr kulda og hverfa af yfirborði jarðar.

Íslendingar hætta að þurrka þvott úti.


-40°C
París byrjar að gefa eftir kuldanum.

Íslendingar standa í biðröð við pylsuvagnana.


-50°C
Ísbirnirnir byrja að flykkjast burt frá Norðurpólnum.

Íslenska landhelgisgæslan frestar björgunaræfingum, í von eftir alvöru
vetrarveðri.


-60°C
Mývatn frýs.

Íslendingar leigja sér spólu og halda sig inni við.


-70°C
Jólasveinninn heldur í suðurátt.

Íslendingarnir verða pirraðir því þeir geta ekki geymt brennivínið sitt úti.
Íslenska landhelgisgæslan setur í gang björgunaræfingar.


-183°C
Örverur í mat lifa ekki af.

Íslenskar kýr kvarta yfir handköldum bændum.


-273°C
Öll atóm staðnæmast vegna kulda!

Íslendingar byrja að tala um að það sé kalt úti.


-300°C
Helvíti frýs!

fraus á leiðinni


Björn......!

Í þessu lífi er ég kona.

Í næsta lífi vil ég verða skógarbjörn.Ef þú ert björn færðu að leggjast í dvala, þú gerir ekkert annað en að sofa í sex mánuði.Ég gæti lifað með því.

Áður en þú leggst í dvala áttu að troða þig út af mat þangað til þú stendur á gati.
Ég gæti líka lifað með því

Ef þú ert kvenkynsbjörn þá fæðirðu ungana þína (sem eru á stærð við hnetur) á meðan þú sefur og þegar þú vaknar ertu komin með stálpuð sjálfbjarga bangsakrútt.
Ég gæti sko alveg lifað með því

Ef þú ert bjarnarmamma þá vita allir að þér er alvara.
Þú abbast upp á þá sem abbast upp á ungana þína og ef ungarnir þínir eru eitthvað óþægir, þá abbastu upp á þá líka.
Ég gæti lifað með þessu

Ef þú ert birna þá BÝST maki þinn við því að þú vaknir urrandi og hann REIKNAR MEÐ því að þú sért loðin á leggjunum og með hátt hlutfall líkamsfitu.

Jebb, ég ætla að verða skógarbjörn!!!

Svo er bara að muna að óska eftir að vera ekki hvítur björn og að álpast alls ekki til Íslands ;)

Lengjum lifið meira


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband