Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Er þetta raunin? Eða einstakt tilfelli?

Hér er saga einnar sem er nýlega orðin 43 ára:

Þegar ég var 16, vonaðist ég til að einhvern daginn myndi ég eignast
kærasta.

Þegar ég var orðin 18 eignaðist ég kærasta, en það var engin ástríða.
Svo ég ákvað að finna mér ástríðufullan náunga með tilfinningu fyrir
lífinu og tilverunni.

Á háskólaárunum var ég með ástríðufullum strák, en hann var of
tilfinningasamur. Allt var neyðarástand í hans augum. Hann grét og
hótaði að drepa sig. Ég fann fljótlega að mig vantaði mann sem væri
traustur og jarðbundinn.

Loks, þegar ég var orðin 25 hitti ég mjög jarðbundinn mann, en hann var
leiðinlegur. Hann var algjörlega útreiknanlegur og varð aldrei spenntur
yfir einu eða neinu. Lífið varð svo leiðinlegt að ég ákvað að reyna að
finna mér mann sem að væri spennandi.

Þegar ég var 28 fann ég mjög spennandi gaur, en ég gat engan veginn
haldið í við hann. Hann rauk úr einu í annað og gat aldrei verið lengi á
sama stað eða verið lengi með sömu áhugamálin. Hann framkvæmdi allt sem
honum datt í hug, hvort sem það var hættulegt eða fífldjarft og daðraði
við allt sem hreyfðist. Hann var skemmtilegur en áttavilltur. Þannig að
ég ákvað að reyna að finna mann með metnað.

Þegar ég var orðin 31 fann ég loksins gáfaðan mann með metnað. Hann var
með fæturna á jörðinni og við giftum okkur. Hann var svo metnaðarfullur
að hann skildi við mig, hirti allt sem ég átti og stakk af með bestu
vinkonu minni.



Núna er ég 43 og er að leita að kalli með stórt typpi.

sex-20

 Eigðið annars góða helgi og farið varlega í umferðinni. Langar endilega að þið getið bloggað áfram elsku vinir.

Mín helgi fer í að hamast í fjárbókhaldinu sem enn er rétt hálfnað en það tekur tíma að slá þetta inn á netið þar sem uppsetning er ekki að mínu skapi aarrgghh.... en svona er þetta maður er ekki snillingur og þaðna af síður forritari þessa kerfis svo það þarf að marg vinna hlutina. Já tvíverkanaður er seinlegur. Bloggast kannski þegar ég verð orðin yfir keyrð af númerum.

lovya


Sumarnótt

Rakst á þetta fallega ljóð á netinu og langaði að deila því með ykkur kæru bloggvinir.

Og yrði suðrænt sólskin 

á sumardegi björtum

of heitt tveim ungum hjörtum,

þá heldur ekki brást það,

að nóttin kæmi að austan

með fangið fullt af stjörnum

handa feimnum jarðarbörnum

til að unnast við og dást að.   T.G.

ros005


Enn lifir í gömlum glæðum

gamlingjasex

 

vinur er ...


Það var sól á sunnudaginn.

Og tækifæri gripið og allir í stuttbuxur og bol út. Eða strákarnir sko. Já ekki um annað að tala enda búið að bíða lengi eftir slíkum degi sem slíkt væri hægt. Nú litla skvísan fékk að fara í sandinn að leika enda alveg sjúk í að komast út enda allt nýtt svo spennó. Og hvað það var gaman að leika í sandinum úff vildi sko ekki inn. Fyrr en það var boðinn matur þá lét hún til leiðast og skreið af stað. Og núna má bara ekki minnst á það að fara út þá hleypur hún að útidyrunum og iðar af kæti. Hún fékk einmitt að kíkja í sandinn í dag en í gær fór hún að kíkja á heimalingana. Voða gaman hjá henni. Og það þarf að múta vel til að ná henni inn sko ef það er bara smá stund í boði til að leika.

DSC03168

Strákarnir eru nú ekki alveg á því að leika mikið í sandinum nema það sé bongóblíða sko þá er mikið um framkvæmdir. En alltaf er verið að bíða eftir að kofa skömmin verði að veruleika. Kannski hann bæti og kæti samband þeirra bræðra en ég er ekki viss. 

DSC03174
Litlu vertakarnir.

DSC03162
Litil maðurinn lak hreinlega niður úr stólum af þreytu eftir framkvæmdir dagsins.

butterfly043

Í strætó.

Dónalegt barn
Lítill strákur sem var að bíða eftir strætó á Hlemmi tók því fagnandi
þegar leið 3 lét loksins sjá sig og skellti sér upp í vagninn.
Hann settist beint fyrir aftan bílstjórann og tók að öskra hástöfum:
„Ef pabbi minn væri naut og mamma mín belja þá væri ég lítill kálfur”.
Bílstjóranum var lítið skemmt eins og reyndi að halda aftur að sér
en strákurinn hélt áfram og öskraði af örlítið meiri krafti en áður :
„Ef pabbi minn væri hestur og mamma mín hryssa þá væri ég lítið folald”.
Og svona hélt hann áfram. Þegar stráksi var kominn langleiðina með að
telja upp flestar tegundir í dýraríkinu var bílstjóranum nóg boðið
og hann gleymdi snarlega öllum reglum um háttsemi sem bílstjórum SVR
er uppálagt að fara eftir. Hann sneri sér að stráknum og sagði:
„En ef ég væri pabbi þinn væri ég hommi og mamma þín vændiskona,
hvað værirðu þá?” Stráksi var ekki seinn til að svara og sagði brosandi út að eyrum:
„Nú þá væri ég strætóbílstjóri!

th_HugsandKissesLittleAngel


Bloggvinaflug

Það má eginlega segja sem svo að ég hafi fengið bloggvinahitting en þó ekki um helgina. En einn af mínum bloggvinum kíkti á mig en þó ekki. Jú sko það er nefnilega þannig að hann stundar ansi skemmtilegann ferðamáta og svífur yfir landið á "flugdreka" eða "fisi" og tekur magnaðar myndir svo að maður gersamlega situr dáleiddur við tölvuna og skoðar landið frá sjónarhorni sem hinn almenni landi sér ekki. Magnað alveg hreint. En hann og félagar hans stoppuðu einmitt í Brú til að taka bensín og rétta úr sér. Vissi ég að hans væri von þar sem ég fékk svar í kommenti á hans bloggi um að hann væri að leggja í hann.

Svakalega væri ég til í að ferðast svona.

DSC03202

Veit ekki hvort þetta er akkurat hann en allavega einn af þeim.

hjarta rósaborði


Gott að trúa.

Gott að trúa
Gömlu hjónin Gummi og Sigga sátu í ruggustólunum á veröndinni
og voru að hlusta á séra Jón í útvarpinu. Séra Jón sagði:
„Leggið vinstri höndina á þann hluta líkamans sem þið viljið láta lækna,
réttið hægri höndina upp í loftið og segið: „ég trúi, ég trúi” og þið munuð læknuð verða.
” Nú Sigga lagði vinstri höndina inn undir blússuna, yfir gamla, þreytta hjartað og lungun
, lyfti hægri hendinni upp og hróðaði: „ég trúi, ég trúi.”
Gummi horfði á hana eins og hún væri eitthvað skrýtin en sjá:
Sigga gamla fór að eiga mun auðveldara með andardrátt,
hjartslátturinn varð hraustlegri,
hún fékk lit í kinnarnar og fór að rugga sér tvisvar sinnum hraðar en áður.
Gummi yppti öxlum og hugsaði svo: því ekki? Svo hann lagði
vinstri höndina niður í klofið á buxunum sínum.
Þegar hann var svo að lyfta hægri hendinni sagði Sigga.
„Gummi, hann sagði lækna, ekki reisa upp frá dauðum.”!!!

c_documents_and_settings_lof_my_documents_my_pictures_good_night_sweet_dreams


Hvenær verða börn gelgjur?

Ég er búin að pæla örlítið í þessu með á hvaða aldri börn verða "gelgjur" en það virðist vera að það sé ekki nokkur regla þar á. Gunnar sem er 8 ára er sko fyrir lööööööngu síðan farinn að taka takta sem minna á "gelgjutakta"
HALLÓ hann er bara 8 ára.
En svona þegar maður kannar málið nánar kemur í ljós að það er bara "normal" já takk normal  (ekki man ég til þess að þetta byrjaði fyrr en í gaggó þegar ég var ung)  En svona breitast tímarnir.
En svona til að kóróna allt þá tekur sá litli sko "gelgju takkta líka eins og stóri bróðir. Já flótur að læra blessaður.

Niðurstaðan er því sú að hann verður þá kannski búinn með "gelgjutaktana" um fermingu. 
FRÁBÆRT.

Gunnar flotti 
Gunnar Þorgeir.


me sólgelraugu


Ert þú vitrari en Ljóskan?



Viltu vinna milljón?
Hafið blað og skriffæri og svarið spurningunni um leið. Ekki svindla með því að skrolla niður annars er ekkert gaman að þessu.


Ljóskan tekur þátt í "Viltu vinna milljón"
Hér kemur fyrsta spurningin

1 Hve langan tíma tók 100 ára stríðið

a) 116 ár
b) 99 ár
c) 100 ár
d) 150 ár

Hún sat hjá í þessari spurningu

2. Í hvaða landi var Panama hatturinn fundinn upp?

a) Brasiliu
b) Chile
c) Panama
d) Equador
Ljóskan spyr salinn

3. Í hvaða mánuði er október byltingin haldin hátíðleg ?

a) Janúar
b) September
c) Október
d) Nóvember

Ljóskan hringdi

4. Hvert er skírnarnafn Georgs konungs VI?

a) Albert
b) Georg
c) Manuel
d) Robert

Ljóskan tekur út tvö röng svör

5. Eftir hvaða dýri eru Kanaríeyjar nefndar?

a) Kanari fugli
b) Kengúru
c) Sel
d) Rottu

Ljóskan hætti

Ef þú heldur að þú sért vitrari en ljóskan og hlærð að henni,
þá skaltu lesa réttu svörin að neðan

1. 100 ára stríðið tók 116 ár, frá 1337 til 1453.
2. Panama hatturinn var hannaður í Equador.
3.Október biltingin er haldin 7.Nóvember
4.Georg konungur VI hét Albert. 1936 skipti hann um nafn
5.Kanari eyjar eru nefndar eftir sel Latneska nafnið Insukaria Canaria þýðir selseyjar.

Svaraðu nú hver veit betur þú eða ljóskan?


Og svo kommenta....;) ekki vera svona feimin við það, ég bít ekki.
Skjáumstum sæta fólk.

hjartabull


Leitin að R-inu

Mikið hefur verið leitað að "Errinu" en illa gékk og alvag sama hvaða brögðum var beitt þá fannst það bara ekki.  Nú þannig að litli maðurinn var alltaf veifuf en ekki "reiður" og sagði alltaf bafa en ekki "bara" 
Svo einn daginn nánar tiltekið daginn áður en við fórum suður þá fann hann R-ið.
Það var hreinlega Urrað og Burrað allan liðlangan daginn. Sem betur fer var hann búinn að errþjálfa sig vel svo ég slapp við urr-burr og rorr í ferðinni.  En í staðinn var hann fainn að klína errinu inní errlaus orð. T.d. Guðrveigr Franneyr svo eitthvað sé nefnt.
Núna er hann kominn með nokkuð góða stjórnun á þessu og er ekki nema stundum sem að berrrr virrrkilega á þessum nýja staf í forðanum.

Jonas H

Jónas Helgi.

th_Hearts3


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband